Viðbótarlán

Viðbótarlán með ríkisábyrgð, allt að 1,2 milljarðar króna.

Fyrir hverja?

Vegna faraldursins standa mörg fyrirtæki frammi fyrir miklu tímabundnu tekjufalli og lausafjárvanda. Þess vegna heimilaði Alþingi fjármála- og efnahagsráðherra að veita ríkisábyrgð á hluta af viðbótarlánum sem lánastofnanir veita fyrirtækjum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Var ráðherra heimilað að semja við Seðlabanka Íslands um framkvæmd ábyrgðakerfisins.

Markmið kerfisins er að styðja við fyrirtæki sem verða fyrir verulegum áhrifum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og viðbragða stjórnvalda vegna faraldursins. Ábyrgðirnar eru liður í því að viðhalda sem hæstu atvinnustigi og halda fjölbreytni í atvinnulífi.

Fjárhæð

Lán til einstaks fyrirtækis munu geta að hámarki numið tvöföldum árslaunakostnaði árið 2019

Launakostnaður fyrirtækis verður að lágmarki hafa verið 25% af heildarrekstrarkostnaði þess árið 2019.

Lán sem nýtur ábyrgðar getur hæst numið 1,2 milljörðum króna.

Skilyrði

Hver lánastofnun metur hvort þau skilyrði sem sett eru séu uppfyllt. Nánar má lesa um skilyrðin í samningi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Seðlabanka Íslands

Hvar er sæki ég um?

Sótt er um viðbótarlán hjá lánastofnum. Nánar upplýsingar má finna á vefsíðum lánastofnanna.

Arion Banki

Íslandsbanki

Kvika Banki

Landsbankinn