Stuðningslán

Rekstrarlán til minni fyrirtækja í lægð vegna faraldursins, allt að 40 milljónir króna

Fyrir hverja?

Stuðningslánum er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika. Lánin nýtast litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir miklum samdrætti.

Fjárhæð

Stuðningslán getur numið allt að 10% af tekjum fyrirtækja á rekstrarárinu 2019. Hafi fyrirtæki hafið starfsemi eftir 1. janúar 2019 skal umreikna tekjur þann tíma sem hann starfaði til loka febrúar 2020 á ársgrundvöll.

 • 40 milljónir króna að hámarki á hvert fyrirtæki

 • 1% breytilegir vextir, m.v. meginvexti Seðlabankans, fyrir lán að 10 milljónum

Fjárhæð stuðningsláns

Hámark stuðningslán

0 kr

Stuðningslán

Lán með 100% ríkisábyrgð að hámarki 10.000.000 kr.

0 kr.

Þessi gögn eru ekki send áfram og eru aðeins til viðmiðunar

Afborganir stuðningsláns

1
1830

0 kr

á mánuði í 18 mánuði

850,672 kr

jafnar greiðslur í 12 mánuði

Reiknivél miðast við 1% vexti að 10 milljón krónum og innslegna vexti fyrir fjárhæðum yfir það. Útreikningurinn er án lántökukostnaðar. Forsendur geta verið breytilegar og því er útreikningur þessi aðeins til viðmiðunar.

Skilyrði

Fyrirtæki þarf að:

 • hafa 40% lægri tekjur en á sama 60 daga tímabili 2019

 • tekjur ársins 2019 voru á milli 9 milljónir króna og 1.200 milljónir króna

 • launakostnaður nam að minnsta kosti 10% af rekstrargjöldum 2019

 • hafa ekki greitt arðgreiðslur og engin kaup á eigin hlutabréfum frá 1. mars

 • hafa engin alvarleg vanskil

 • hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára

 • hafa skilað inn upplýsingum um raunverulega eigendur

 • vera rekstrarhæft skv. hlutlægum viðmiðum eftir heimsfaraldurinn

Fái fyrirtæki lán án þess að hafa átt rétt á því ber því að endurgreiða lánið með vöxtum. Viðurlög gegn brotum á lögum um stuðningslán og lokunarstyrki geta numið sektum eða fangelsi allt að sex árum.

Ítarlegri upplýsingar um skilyrðin má finna í lögum um fjárstuðning rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónaveiru og reglugerð um stuðningslán

Algengar spurningar

Uppfylla þarf átta skilyrði til að fá stuðningslán, þ.e. að:

 1. Tekjur á 60 daga samfelldu tímabili frá 1. mars 2020 til umsóknardags hafi að minnsta kosti verið 40% lægri en á sama tímabili 2019. Hafi starfsemi hafist síðar á árinu 2019 en samanburðartímabil, skal horft til meðaltekna á 60 dögum frá því starfsemi hófst til loka febrúar 2020.

 2. Tekjur árið 2019 hafi að lágmarki verið 9 milljón krónur og að hámarki 1.200 milljónir króna. Hafi starfsemi hafist eftir 1. janúar 2019 skal umreikna tekjur yfir starfstímann til loka febrúar 2020 á ársgrundvöll.

 3. Launakostnaður hafi að minnsta kosti verið 10% af rekstrarkostnaði árið 2019. Hafi fyrirtæki hafið starfsemi eftir 1. janúar 2019 skal umreikna launa- og rekstrarkostnað þann tíma sem hann starfaði til loka febrúar 2020 á ársgrundvöll.

 4. Ekki hafi verið greiddur út arður, óumsamdir kaupaukar, keypt eigin hlutabréf, greitt af víkjandi láni fyrir gjalddaga eða lán eða aðrar greiðslur veittar eigendum eða nákomnum aðilum sem ekki eru nauðsynlegar til að viðhalda rekstrarhæfi frá 1. mars 2020 og út þann tíma sem ábyrgðar ríkissjóðs nýtur við.

 5. Fyrirtæki sé ekki í vanskilum sem hafa staðið lengur en 90 daga við lánastofnanir.

 6. Fyrirtæki sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir og álagðir skattar og gjöld byggjast ekki á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum og skýrslum síðastliðin þrjú ár áður en umsókn barst eða síðan hann hóf starfsemi ef það var síðar. Að auki skal fyrirtæki hafa staðið skil á ársreikningum, upplýst um raunverulega eigendur og staðið skil á skýrslu um eignarhald á CFC-félagi ef um skattlagningu vegna eignarhalds í lögaðilum á lágskattasvæðum á við.

 7. Bú fyrirtækis hefur ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta og fyrirtæki hefur ekki verið tekið til slita.

 8. Ætla megi að fyrirtæki verði rekstrarhæft þegar bein áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru og aðgerða stjórnvalda til að verja útbreiðslu hennar eru að mestu liðin hjá.

Bæði einstaklingar og lögaðilar, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og eru skattskyldir á Íslandi, geta átt rétt á stuðningsláni, að uppfylltum skilyrðum laganna. Þeir verða þó að vera skráðir á launagreiðendaskrá hjá Skattinum og virðisaukaskattsskrá þegar það á við. Hægt er að skoða skráningu á vef skattsins hér https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/.

Stuðningslán skal að hámarki nema 10 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð og 30 milljónir króna með 85% ríkisábyrgð.

Lánið skal þó ekki vera hærra en sem nemur 10% af tekjum fyrirtækis árið 2019. Hafi fyrirtæki hafið starfsemi eftir 1. janúar 2019 skal umreikna tekjur frá þeim tíma sem starfsemi hófst til loka febrúar 2020 á ársgrundvöll.

Markhópur úrræðisins er minni fyrirtæki og úrræðið þarf að skoðast í samhengi við önnur úrræði ríkisins til að sporna við efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, sér í lagi hlutaatvinnuleysisbætur og frestun skattgreiðslna.

Já, ef starfsemin var hafin fyrir 1. febrúar 2020.

Stuðningslánið skal veitt til 30 mánaða og skal það endurgreitt, að meðtöldum vöxtum, með tólf jöfnum greiðslum síðustu tólf mánuði lánstímans.

Auka stuðningslán geta verið veitt til lengri tíma.

Ekki verður krafist trygginga fyrir stuðningsláni.  

Hins vegar skal umsækjandi staðfesta við umsókn að hann uppfylli þau skilyrði sem tilgreind eru, eftir atvikum eins og þau verða útfærð í reglugerð ráðherra, að upplýsingar sem hann skilar og liggja til grundvallar ákvörðun lánsfjárhæðar séu réttar og að honum sé kunnugt um að það geti varðað álagi, sektum eða fangelsi að veita rangar eða ófullnægjandi upplýsingar.

Lánastofnun er heimilt að innheimta þóknun, sem skal dregin frá útborgun láns, til að standa undir kostnaði við umsýslu lána. Þóknunin skal að hámarki nema 2% af höfuðstól láns.

Lánið verður afgreitt hjá lánastofnun sem fyrirtæki tilgreinir í umsókn.

Ef fyrirtæki skráir öll viðeigandi gögn í umsóknarferlinu á Ísland.is og uppfyllir skilyrði fyrir veitingu láns, fær lánastofnun umsóknina rafrænt til afgreiðslu og ætti hún að geta veitt lánið innan nokkurra daga eftir að umsókn berst.

Lánið má aðeins nýta til að standa undir rekstrarkostnaði lánþega og má ekki nýta til að borga af eða endurfjármagna önnur lán.

Þó má nýta stuðningslán til að borga af eða endurfjármagna lán sem rekstraraðili hefur fengið eftir lok febrúar 2020 til að standa straum af rekstrarkostnaði.

Hægt verður að sækja um lán til 31. maí 2021. Athugaðu að lán verða ekki veitt eftir 31. maí 2021 svo mikilvægt er að sækja um tímanlega.

Lánastofnunum er skylt að framkvæma áreiðanleikakönnun, á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, til þess að afla tiltekinna upplýsinga um viðskiptavini sína og er óheimilt að framkvæma viðskipti eða eiga í viðskiptasambandi nema þær liggi fyrir. Vinsamlegast athugaðu hvort þitt fyrirtæki hafi lokið við áreiðanleikakönnun eða hvort sé komið að endurnýjun. Þessar upplýsingar eru liður í því að hægt sé að afgreiða umsókn þína um stuðningslán.

Um áreiðanleikakönnun á vef Arion banka

Um áreiðanleikakönnun á vef Íslandsbanka

Um áreiðanleikakönnun á vef Landsbanka

Með nákomnum aðilum er átt við hjón og þá sem búa í óvígðri sambúð, þá sem eru skyldir í beinan legg eða fyrsta lið til hliðar eða tengjast með sama hætti með hjúskap eða óvígðri sambúð, mann og félag eða stofnun sem hann eða maður honum nákominn á verulegan hluta í eða þar sem hann eða maður honum nákominn situr í stjórn eða stýrir daglegum rekstri, tvö félög eða stofnanir ef annað þeirra á verulegan hluta í hinu eða maður nákominn öðru þeirra á slíkan hluta í hinu, situr þar í stjórn eða stýrir daglegum rekstri og menn, félög og stofnanir sem eru í öðrum sambærilegum tengslum.

Lög um gjaldþrotaskipti

Til þess að sækja um stuðningslán þarf umsækjandi að vera prókúruhafi rekstraraðila. Hægt er að skoða tengsl við fyrirtæki inn á skattur.is.

Aðeins einstaklingar og lögaðilar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi geta sótt um stuðningslán. Lögin gilda ekki um stofnanir, byggðasamlög og fyrirtæki í eigu ríkis eða sveitarfélaga.

Rekstraraðili skal staðfesta við umsókn að upplýsingar sem hann skilar og liggja til grundvallar ákvörðun fjárhæðar séu réttar og að honum sé kunnugt um að það geti varðað álagi, sektum eða fangelsi að veita rangar eða ófullnægjandi upplýsingar.

Rekstaraðili má ekki vera í vanskilum við lánastofnun sem hafa staðið lengur en 90 daga og þarf hann að uppfylla hlutlæg viðmið um rekstarhæfi þegar bein áhrif kórónuveiru eru liðin hjá.

Já, við undirritun láns hjá lánastofnun.

Nei, umsóknum er vísað til aðal viðskiptabanka umsækjanda.

Inn á þann reikning sem umsækjandi velur hjá þeirri lánastofnun sem sótt er um til.

Umsækjandi skilar innslegnum gögnum þegar ekki er hægt að sækja gögnin sjálfvirkt.

Já, ef skuldir voru stofnaðar eftir febrúar 2020 til þess að standa straum af rekstrarkostnaði.

Með launakostnaði er átt við bæði laun og launatengd gjöld, þ.e. gjöld sem launagreiðendur greiða vegna launamanna önnur en laun, svo sem greiðslur í sjóði stéttarfélaga, tryggingagjald og mótframlög í lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur teljast ekki til launakostnaðar.

Almennt ber hlutafélögum, einkahlutafélögum og öðrum félögum með takmarkaða ábyrgð félagsaðila svo og sameignarfélögum og öðrum félögum með ótakmarkaða ábyrgð félagsaðila sem teljast stór eða meðalstór að semja ársreikning og senda ársreikningaskrá, sbr. nánar 1. gr. og 109. gr. laga um ársreikninga. Örfélögum er þó almennt heimilt að semja rekstraryfirlit og efnahagsyfirlit, sem byggjast á skattframtali félaganna, í stað ársreiknings. 

Ef rekstaraðili er með vanskil á opinberum gjöldum frá árinu 2019 þarf að greiða þau upp til þess að geta sótt um stuðningslán. Ef rekstaraðili hefur gert greiðslusamning við innheimtumann eru gjöldin en þá í vanskilum og þarf því að greiða þau gjöld frá árinu 2019 eða eldri.