Lokunarstyrkur

Rekstrarstyrkir vegna fyrirmæla um lokun starfsemi, allt að 2,4 milljónir króna

Fyrir hverja?

Lokunarstyrkir eru ætlaðir fyrirtækjum sem skylt var að loka vegna samkomubanns. Þetta á til dæmis við um hárgreiðslustofur, krár, líkamsræktarstöðvar, nuddstofur, sjúkraþjálfun, skemmtistaði, snyrtistofur, húðflúrstofur, söfn, spilasali, sundlaugar og tannlækna.

Umsókn um lokunarstyrk á þjónustusíðu Skattsins

Auglýsing heilbrigðisráðherra um lokanir í mars

Fjárhæð

Stjórnvöld munu veita þessum fyrirtækjum styrki til að bæta upp hluta tekjufalls og hjálpa þeim að standa undir föstum kostnaði sem fallið hefur til í rekstri þeirra.

 • 800 þúsund krónur á starfsmann

 • 2,4 milljónir króna að hámarki á hvert fyrirtæki

Áætlaðu lokunarstyrk

0 kr

í lokunarstyrk

Þessi gögn eru ekki send áfram og eru aðeins til viðmiðunar. Rekstrarkostnaður miðast við tímabilið 24. mars til og með 3. maí.

Skilyrði

Fyrirtæki þarf að:

 • hafa þurft að loka starfsemi vegna sóttvarnarreglna

 • hafa orðið fyrir 75% tekjufalli í apríl á milli ára

 • haft að minnsta kosti 4,2 milljónir króna í tekjur 2019

 • vera í skilum með skatta

 • vera ennþá í rekstri

Fái fyrirtæki styrk án þess að hafa átt rétt á honum ber því að endurgreiða hann með 50% álagi. Viðurlög gegn brotum á lögum um stuðningslán og lokunarstyrki geta numið sektum eða fangelsi allt að sex árum.

Ítarlegri upplýsingar um skilyrðin má finna í lögum um fjárstuðning rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónaveiru.

Algengar spurningar

 1. Fyrirtæki þurfti að loka starfsemi eða var óheimilt að veita þjónustu á tímabilinu frá 24. mars til og með 3. maí 2020.

 2. Tekjufall í apríl 2020 var að minnsta kosti 75% samanborið við apríl 2019. Hafi fyrirtækið hafið starfsemi eftir 1. apríl 2019 skulu tekjur í apríl 2020 bornar saman við meðaltekjur á 30 dögum frá því starfsemi hófst til loka febrúar 2020.

 3. Tekjur á rekstrarárinu 2019 voru að minnsta kosti 4,2 milljónir króna. Hafi fyrirtæki hafið starfsemi eftir 1. janúar 2019 skal umreikna tekjur þann tíma sem fyrirtækið starfaði til loka febrúar 2020 á ársgrundvöll.

 4. Fyrirtæki er í skilum með ársskýrslur og ársreikninga og raunverulegir eigendur skráðir.

 5. Fyrirtæki hefur ekki verið tekið til slita eða bú til gjaldþrotaskipta.

Nei, aðeins prókúruhafi getur sótt um fyrir fyrirtækið.

Styrkfjárhæðin er að jafnaði sú sama og rekstrarkostnaður fyrirtækisins á lokunartímabilinu, það er frá 24. mars til og með 3. maí 2020. Styrkur getur þó ekki orðið hærri en 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann hjá fyrirtæki í febrúar 2020 eða 2,4 milljónir króna á hvert fyrirtæki.

Ef fyrirtækið hafði einn starfsmann verður styrkurinn þannig ekki hærri en 800 þúsund krónur, ef fyrirtækið hafði tvo starfsmenn verður hann ekki hærri en 1,6 milljónir króna og ef fyrirtækið hafði þrjá eða fleiri starfsmenn verður hann ekki hærri en 2,4 milljónir króna.

Styrkir verða greiddir út fljótlega eftir að umsókn hefur verið skilað til Skattsins og aldrei síðar en tveimur mánuðum eftir að fullnægjandi umsókn var skilað í rafræna umsóknarkerfinu.

Hægt verður að sækja um styrkinn til 1. september 2020 en ekki eftir það.

Já, það er hægt. Ef fyrirtæki uppfylla skilyrði getur það sótt um lokunarstyrk og stuðningslán.

Nei. Allir, bæði einstaklingar og lögaðilar, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og eru skattskyldir á Íslandi geta átt rétt á styrk, að uppfylltum skilyrðum laganna. Þeir verða þó að vera skráðir á launagreiðendaskrá hjá Skattinum og virðisaukaskattsskrá þegar það á við.

Já, ef starfsemin var hafin fyrir 1. febrúar 2020.

Já, styrkur vegna lokunar telst til skattskyldra tekna samkvæmt lögum um tekjuskatt. Hann telst þó ekki til skattskyldrar veltu samkvæmt lögum um virðisaukaskatt.

Nei.